Heim 1. tbl. 2024 Þorsteinn Halldórsson tvöfaldur Íslandsmeistari

Þorsteinn Halldórsson tvöfaldur Íslandsmeistari

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Þorsteinn Halldórsson tvöfaldur Íslandsmeistari
0
98

Íslandsmeistaramótið í Bogfimi utandyra var haldið á Hamranesvelli í Hafnarfirði dagana 20-21. júlí í frábæru veðri. 

Þorsteinn Halldórsson úr Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði (BFHH) vann Íslandsmeistaratitilinn í trissuboga. Þorsteinn ásasmt liðsfélögum sínum í Hróa Hetti tóku einnig Íslandsmeistaratitilinn í félagsliðakeppni trissuboga sem settu einnig Íslandsmetið í félagsliðakeppni í undankeppni mótsins. 

Í gull úrslitaleiknum í trissuboga (óháð kyni) keppti Þorsteinn á móti Ragnari Smára Jónassyni úr Bogfimifélaginu Boganum í kópavogi (BF). Þorsteinn var undir allan leikinn þar til kom að síðustu umferð leiksins, þá á lifnaði Þorsteinn við og náði að snúa við forskoti Ragnars. Leikurinn endaði 133-123 og sigraði Þorsteini því með einu stigi og tók Íslandsmeistaratitilinn. 

Þorsteinn komst einnig í gull úrslitaleik trissuboga karla þar sem hann mætti Alfreði Birgissyni úr ÍFA. Þorsteinn byrjaði yfir í fyrstu umferðum leiksins en síðan snéri Alfreð leiknum við og náði sigri með niðurstöðunum 138-134 og Þorsteinn tók því Silfrið. 

í gull úrslitum félagsliða trissuboga mætti Þorsteinn ásamt liðsfélögum sínum í BFHH Erlu Marý Sigurpálsdóttir og Kaewmungkorn Yuangthong liði Bogans úr Kópavogi BFB. Lið Bogans voru í forystu í þriðju umferð leiksins en í síðustu umferðinni náðu Þorsteinn og liðsfélagar að snúa leiknum við og endaði leikurinn 199-190 þar sem þau tóku Íslandsmeistaratitilinn í félagsliðakeppni.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Sonja sló Íslandsmet í kvöld

Sonja Sigurðardóttir synti í morgunn í seinni undanriðli af tveimur. Hún kom þar í mark á …