Heim 2. TBL. 2025 Þór Þórhallsson keppti á Grand Prix í Serbíu

Þór Þórhallsson keppti á Grand Prix í Serbíu

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Þór Þórhallsson keppti á Grand Prix í Serbíu
21
1,721
Mynd/Þór Þórhallsson

Skotíþróttamaðurinn Þór Þórhallsson keppti á WSPS Grand Prix í Novi Sad, Serbíu í lok ágúst. Þór tók þar þátt í tveimur greinum R4 – 10 metra og R5 – 10 metra í flokki SH2, þar sem hann mætti sterkum keppendum víðsvegar frá.

Í R4 fékk Þór 619,9 stig og endaði í 10. sæti. Þrátt fyrir góða frammistöðu dugði það ekki til að komast í úrslit, þar sem aðeins efstu átta komust áfram. Í R5 skilaði hann svo 629,0 stigum og hafnaði í 19 sæti af 41 keppanda. Þór komst ekki í úrslit en með þessum árangri náði Þór í fyrsta sinn lágmarksskori (MQS) og er það mikilvægt skref fyrir Þór á alþjóðavettvangi.

Í lok september heldur Þór til Króatíu þar sem hann mun taka þátt í Evrópukeppni WSPS og verður gaman að fylgjast með gengi hans þar.

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Íslenskir fulltrúar á ráðstefnu Special Olympics í Kýpur

Dagana 21.-23. október fer fram ráðstefnan Special Olympics European Sports Conference „Be…