Heim 2. TBL. 2025 Stjörnuleikarnir fara vel af stað

Stjörnuleikarnir fara vel af stað

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Stjörnuleikarnir fara vel af stað
1
207
Mynd/ Magnús Orri Arnarson

Stjörnuleikarnir er skemmtilegur fjölskylduviðburður á vegum Allir með. Leikarnir fóru fram í fyrsta skipti í Kórnum í Kópavogi síðasta sunnudag og heppnaðist dagurinn afar vel. Sóli, nýja lukkudýr Allir með var kynntur til sögunnar í Kópavogi og fékk hann góðar móttökur.

Á Stjörnuleikunum fá börn með sérþarfir og fjölskyldur þeirra tækifæri til að njóta sín í leik og prófa nýjar íþróttir. Íþróttafélög svæðisins kynna hvað þau hafa upp á að bjóða og er þetta dagur þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi með gleði, leik og hreyfingu í forgrunni.

Næstu Stjörnuleikar verða haldnir laugardaginn 13. september í Stapaskóla í Reykjanesbæ. Hægt er að lesa meira um viðburðinn hér

Allir með Íþróttahátíð í Skagafirði verður einnig haldin næstkomandi fimmtudag, 11. september milli kl.17:00-18:30. Verður þar kynning á íþróttastarfi fyrir börn og ungmenni með fatlanir og þau börn sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi.

Myndir/ Magnús Orri Arnarson

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Blaksamband Íslands orðið hluti af ParaVolley Europe

ParaVolley Europe og Blaksamband Íslands hafa gert með sér samstarfssamning til þess að ko…