Sonja Sigurðardóttir synti í morgunn í seinni undanriðli af tveimur. Hún kom þar í mark á 1:10,65 og varð áttunda inn í úrslit.
Úrslitin fóru fram í kvöld þar sem Sonja bætti tímann sinn töluvert frá því í undanrásunum og kom sjöunda í mark á nýju Íslandsmeti! Hún synti á tímanum 1:07,46 en áður átti hún metið sjálf sem var 1:07,82.
Sonja á enn eina grein eftir en á morgunn keppir hún í undanriðlum í 100m baksundi kl 08:51 á íslenskum tíma (kl 10:51 á frönskum tíma)
Til hamingju Sonja með frábæran árangur og gangi þér vel á morgunn!
Myndir frá Laurent Bagins