Heim 2. TBL. 2025 Snævar Örn með þriðja silfrið og nýtt Íslandsmet

Snævar Örn með þriðja silfrið og nýtt Íslandsmet

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Snævar Örn með þriðja silfrið og nýtt Íslandsmet
0
75
Mynd/ Bergrún: Snævar í verðlaunaafhendingu í 100m flugsundi fyrir flokk 3.

Sundmaðurinn Snævar Örn Kristmannsson heldur áfram að skrifa íslenska sundsögu á heimsmeistaramóti VIRTUS í Tælandi. Í dag synti Snævar 100m flugsund, lenti hann í öðru sæti og setti einnig nýtt Íslandsmet.

Snævar synti örugglega inn í úrslit og varð fyrstur í sínum riðli. Í úrslitum synti hann á 1:00,69 sekúndum og bætti þar með eigið Íslandsmet og tryggði sér silfur. Alexander Hejajj sigraði en hann setti einnig nýtt heimsmet.

Þetta var þriðja flugsundið hjá Snævari á mótinu og í öllum þremur hefur hann unnið til silfurverðlauna, Snævar er því orðinn annar besti flugsundsmaður heims í sínum flokki!

Á morgun tekur hann þátt í sinni síðustu grein á mótinu en það er 50m skriðsund.

Mynd/ Bergrún: Snævar í verðlaunaafhendingu í 100m flugsundi fyrir flokk 3.

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Fjörður Íslandsmeistari félaga í frjálsum 2025

Mynd/ Magnús Orri Arnarsson …