Heim Uncategorized Snævar klárar HM í Tælandi með Íslandsmeti

Snævar klárar HM í Tælandi með Íslandsmeti

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Snævar klárar HM í Tælandi með Íslandsmeti
0
162

Sundmaðurinn Snævar Örn Kristmannsson kláraði sitt fyrsta heimsmeistaramót VIRTUS í Tælandi með stæl þegar hann lenti í 5. sæti í 50 metra skriðsundi og bætti Íslandsmetið sitt í greininni tvisvar sinnum.

Snævar hóf daginn í undanrásum þar sem hann synti á 26,99 sekúndum, bætti þar með fyrra Íslandsmetið sitt sem var 27,03 sek og tryggði sér sæti í úrslitum með sjöunda besta tímann. Þar steig hann upp enn á ný og synti á 26,61 sekúndu sem skilaði honum fimmta sæti og var sá tími aðeins 48 sekúndubrotum á eftir bronsverðlaunahafanum.

Snævar kemur því heim með þrjú silfurverðlaun og fjögur Íslandsmet í farteskinu eftir frábæran árangur!

Til hamingju Snævar!

Myndir/ Bergrún

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In Uncategorized
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Snævar Örn með þriðja silfrið og nýtt Íslandsmet

Mynd/ Bergrún: Snævar í verðlaunaafhendingu í 100m flugsundi fyrir flokk 3. …