Laugardaginn 9. nóvember næstkomandi fara fram Allir Með Leikarnir í laugardalnum. Leikarnir fara fram bæði í Laugardalshöllinni og fimleikasal Ármanns. Leikarnir eru hluti af verkefninu Allir með, með það að markmiði að fjölga tækifærum barna með fatlanir til íþróttaiðkunar.
Íþróttaálfurinn mætir á svæðið þar sem hann stýrir upphitun og sér svo um að halda uppi stemningu á leikunum. Allir þáttakendur fá brúsa merkta leikunum og boðið verður upp á pizzu veislu í hádeiginu!
Þáttökugjald á leikana er 1.500 kr og öll fjölskyldan er velkomin með! skráning er nú í fullum gangi og fer fram hér
Hægt er að finna frekari upplýsingar um mótið á allirmed.com
Samstarfsaðilar Allir með leikana eru ÍSÍ, UMFÍ, ÍF, FRÍ, KKÍ, KSÍ, HSÍ og FSÍ.