Heim 1. tbl. 2024 Skráning í fullum gangi fyrir Allir Með Leikana 2024

Skráning í fullum gangi fyrir Allir Með Leikana 2024

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Skráning í fullum gangi fyrir Allir Með Leikana 2024
0
165

Laugardaginn 9. nóvember næstkomandi fara fram Allir Með Leikarnir í laugardalnum. Leikarnir fara fram bæði í Laugardalshöllinni og fimleikasal Ármanns. Leikarnir eru hluti af verkefninu Allir með, með það að markmiði að fjölga tækifærum barna með fatlanir til íþróttaiðkunar.

Íþróttaálfurinn mætir á svæðið þar sem hann stýrir upphitun og sér svo um að halda uppi stemningu á leikunum. Allir þáttakendur fá brúsa merkta leikunum og boðið verður upp á pizzu veislu í hádeiginu!

Þáttökugjald á leikana er 1.500 kr og öll fjölskyldan er velkomin með! skráning er nú í fullum gangi og fer fram hér

Hægt er að finna frekari upplýsingar um mótið á allirmed.com

Samstarfsaðilar Allir með leikana eru ÍSÍ, UMFÍ, ÍF, FRÍ, KKÍ, KSÍ, HSÍ og FSÍ.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

3 sunnlenskar systur á heimsmeistaramóti í kraftlyftingum

Við kynnum með stolti systurnar María, Sigríður og Hulda Sigurjónsdætur frá Mið-Mörk, en þ…