Heim 2. TBL. 2025 Sigur fyrir sjálfsmyndina frumsýnd 30. september

Sigur fyrir sjálfsmyndina frumsýnd 30. september

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Sigur fyrir sjálfsmyndina frumsýnd 30. september
0
100

Þriðjudaginn 30. september 2025 verður frumsýnd í Bíó Paradís heimildarmyndin Sigur fyrir sjálfsmyndina. Efni myndarinnar tengist heimsleikum Special Olympics á Ítalíu 2025 og sýnir bæði undirbúning íslensku keppendanna, leikunum sjálfum og inntaki Special Olympics. Samtökin voru stofnuð af Eunice Kennedy shiver árið 1968 og eru í dag um 6 milljónir iðkenda um allan heim.

Höfundur myndarinnar er Magnús Orri Arnarsson sem hefur átt langt og náið samstarf við Special Olympics á Íslandi en hann keppti sjálfur á heimsleikunum í Abu Dhabi árið 2019. Magnús hafði þá sýnt áhuga á kvikmyndun og ljósmyndun og var hann fenginn til að gera myndband um undirbúning íslenskahópsins. Eftir leikana 2019 fékk hann starf við þáttagerð hjá „Með okkar augum“ og hefur síðan þá vakið athygli fyrir fagmennsku og myndbönd úr starfi Special Olympics á Íslandi og ÍF.

Í myndinni Sigur fyrir sjálfsmyndina munu áhorfendur fá að fylgjast með íslenska hópnum sem samanstóð af fimm keppendum í dansi, alpagreinum og listhlaupi á skautum, auk tveggja grænleskra keppenda í skíðagöngu sem fengu að nýta kvóta Íslands. Myndir fangar anda leikanna sem byggir á gildum mannúðar, virðingar og jafnra tækifæra.

Myndin var unnin í samstarfi við „Unified Media Team Iceland“ fyrsta fjölmiðlateymi sinnar tegundar innan Special Olympics hreyfingarinnar, Magnús Orri starfaði þar með Jóni Aðalsteini Bergsveinssyni, ritstjóra Skinfaxa og kynningarfulltrúa UMFÍ og hefur teymið vakið mikla athygli og jákvæðni.

Frumsýning myndarinnar fer fram í Bíó Paradís þann 30. september. Daginn eftir, 1. október, hefst almenn sýning.

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ísland með 30 verðlaun á Norðurlandamótinu í frjálsum

Íslenski frjálsíþróttahópurinn náði frábærum árangri á Norðurlandamótinu sem fór fram í Fi…