Heim 1. tbl. 2024 Paralympic hópur Íslands í heimsókn á Bessastöðum

Paralympic hópur Íslands í heimsókn á Bessastöðum

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Paralympic hópur Íslands í heimsókn á Bessastöðum
0
268

Forsetahjón tóku á móti íslensku þátttakendunum á Paralympics í París 2024, ásamt aðstandendum þeirra og fulltrúum frá Íþróttasambandi Fatlaðra á Bessastöðum í Gær. Það var mikill heiður þar sem þetta var fyrsta opinbera heimsókn sem nýr forseti tekur á móti á Bessastöðum. Forsetahjón óskuðu íslenska hópnum góðrar ferðar og velfarnaði á mótinu í lok ágúst.

Fimm keppendur hafa tryggt sér þátttökurétt á leikunum og munu keppa fyrir Íslands hönd. Það eru þau Már Gunnarsson, Róbert Ísak Jónsson, Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir, sem öll keppa í sundi, og Ingeborg Eide Garðarsdóttir sem keppir í kúluvarpi. Forsetahjón munu sækja Paralympics sem hefst þann 28. ágúst í París.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Sonja sló Íslandsmet í kvöld

Sonja Sigurðardóttir synti í morgunn í seinni undanriðli af tveimur. Hún kom þar í mark á …