Heim 1. tbl. 2024 Paralympic hópur Íslands í heimsókn á Bessastöðum

Paralympic hópur Íslands í heimsókn á Bessastöðum

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Paralympic hópur Íslands í heimsókn á Bessastöðum
0
429

Forsetahjón tóku á móti íslensku þátttakendunum á Paralympics í París 2024, ásamt aðstandendum þeirra og fulltrúum frá Íþróttasambandi Fatlaðra á Bessastöðum í Gær. Það var mikill heiður þar sem þetta var fyrsta opinbera heimsókn sem nýr forseti tekur á móti á Bessastöðum. Forsetahjón óskuðu íslenska hópnum góðrar ferðar og velfarnaði á mótinu í lok ágúst.

Fimm keppendur hafa tryggt sér þátttökurétt á leikunum og munu keppa fyrir Íslands hönd. Það eru þau Már Gunnarsson, Róbert Ísak Jónsson, Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir, sem öll keppa í sundi, og Ingeborg Eide Garðarsdóttir sem keppir í kúluvarpi. Forsetahjón munu sækja Paralympics sem hefst þann 28. ágúst í París.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afmælisbarnið Már og The Royal Northern College of Music Session Orchestra

Tónlistarmaðurinn og Paralympic farinn Már Gunnarsson heldur tvenna tónleika ásamt The Roy…