Í tengslum við ALLIR MEÐ leikana 8. nóvember 2025 undirrituðu Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ og Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF samstarfssamning sem felur í sér stuðning ÖBÍ við þróunarsvið ÍF og verkefnið ALLIR MEÐ næstu þrjú árin, alls 12 milljónir eða 4 milljónir árin 2026 – 2028.
Málefnahópur ÖBÍ um málefni barna lagði fram mikilvægar upplýsingar á fyrstu skrefum í þróun ALLIR MEÐ verkefnisins þegar leitað var eftir sögum af upplifun foreldra fatlaðra barna í íþróttastarfi. Það er því sérlega ánægjulegt að njóta þessa styrks þar sem horft til þess markhóps sem verkefnið snýr að. Innilegar þakkir ÖBÍ.
