Heim 2. TBL. 2025 Nýárssundmót ÍF 2026: Opnað fyrir skráningu

Nýárssundmót ÍF 2026: Opnað fyrir skráningu

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Nýárssundmót ÍF 2026: Opnað fyrir skráningu
0
18

Nýárssundmótið fer fram laugardaginn 3. janúar 2026 í sundlaug Laugardals.

Upphitun hefst klukkan 14:00 og mót 15:00.

Keppt er í eftirtöldum greinum:

50 m baksundi                                50 m bringusundi
50 m flugsundi                                50 m frjálsri aðferð
25 m frjáls aðferð*
*25 m frjáls aðferð er fyrir byrjendur þar eru hjálpartæki leyfð, þ.e. armkútar, sundfit o.s.frv.  Einungis þeir sem ekki keppa í öðrum greinum mótsins hafa rétt til þátttöku.

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

1. grein 50 m baksund kk                          2. grein 50 m baksund
3. grein 50 m bringusund kk                     4. grein  50 m bringusund kvk
5. grein  25 m frjáls aðferð kk                   6. grein  25 m frjáls aðferð kvk
7. grein  50 m frjáls aðferð kk                   8. grein  50 m frjáls aðferð kvk
9. grein  50 m flugsund kk                      10. grein  50 m flugsund kvk

Verðlaun
Í mótslok fá allir þátttakendur viðurkenningu (þátttökupening).
Í 50 metra greinum eru veitt verðlaun gull, silfur og brons samkvæmt stigaútreikningi Multiclass / Aqua-point á Swimfy í flokkum S1-S19, með tvennum hætti. 

  • Unglingaflokkur 17 ára og yngri.
  • Opinn flokkur 18 ára og eldri.

Sjómannabikarinn er veittur fyrir besta sundafrek mótsins hjá 17 ára og yngri keppendum samkvæmt stigaútreikningi Multiclass / Aqua-point á Swimfy  í flokkum S1-S19. 

Skráningum skal skilað rafrænt (Lenex file) á netfangið krigu68@gmail.com  ekki seinna en 18. desember 2025. Hægt er að óska eftir Lenex skránni með því að senda tölvupóst á thelma@ifsport.is, þeir sem ekki nota Lenex geta sent beint tölvupóst á krigu68@gmail.com og skráð þátttöku þar.

Vinsamlegast leiðréttið ef þarf þ.e.

  • Þ.e. að fötlunarflokkurinn á ekki að vera inn í nafninu
  • að réttur fötlunar flokkur sé skráður (ath breytingar t.d. S15 er S19 og S16 er núna S18)

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Magnús Orri opnar heima og brýtur niður múra: Viðtal

Grein eftir Gunnar Egil Daníelsson Magnús Orri Arnarson hlaut á alþjóðlegum degi fatlaðra …