Heim Uncategorized Magnús Orri hlýtur styrk frá Tourette samtökunum á Íslandi

Magnús Orri hlýtur styrk frá Tourette samtökunum á Íslandi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Magnús Orri hlýtur styrk frá Tourette samtökunum á Íslandi
0
79

Í dag fékk kvikmyndagerðarmaðurinn Magnús Orri Arnarson styrk frá Tourette samtökunum á Íslandi til áframhaldandi vinnu við kvikmyndaverkefni sem eru í þróun. Magnús segir stuðninginn skipta hann miklu máli, ekki aðeins faglega heldur líka persónulega:

„Það að fá traust og viðurkenningu frá samtökum sem vinna að málefnum sem ég tengi svo sterkt við, veitir mér aukinn kraft og innblástur til að halda áfram að skapa, segja sögur og þróa mig áfram sem kvikmyndagerðarmann.”

Á árinu 2025 hefur Magnús Orri vakið athygli fyrir vel unnin störf en hann hlaut bæði Hvataverðlaun ÍF og Hvatningarverðlaun ÖBÍ en fyrr á árinu gaf hann út sína fyrstu heimildarmynd Sigur fyrir sjálfsmyndina.

Hægt er að horfa á heimildarþáttinn hér

Til hamingju Magnús Orri.

Myndir eru teknar af Facebook síðu Magnúsar Orra.

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In Uncategorized
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

IPC eflir þekkingu parasports á heimsvísu

Alþjóða Paralympic-nefndin (IPC) hefur úthlutað styrkjum að heildarupphæð 770.000 evrum ti…