Heim 2. TBL. 2025 Kynning á hestanámskeiðum fyrir börn og unglinga með sérþarfir

Kynning á hestanámskeiðum fyrir börn og unglinga með sérþarfir

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Kynning á hestanámskeiðum fyrir börn og unglinga með sérþarfir
0
50

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ heldur kynningu á hestanámskeiðum sérstaklega ætlað börnum og unglingum með sérþarfir.

Kynning á námskeiðinu fer fram í Reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ, laugardaginn 23. ágúst kl. 12:00-13:00. Fá gestir þá að klappa og knúsa hestana, auk þess að fá tækifæri til að fara á hestbak.

Á kynningunni verður einnig sýndur sérstakur búnaður og hnakkar sem nýtast nemendum sem eru lamaðir eða bundnir við hjólastól. Hestanámskeiðin henta öllum börnum með fötlun sem hafa áhuga á hestum og hestamennsku.

Upplýsingar um viðburðinn má finna hér

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum er hægt að senda póst á frf@hordur.is

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Sigur fyrir sjálfsmyndina frumsýnd 30. september

Þriðjudaginn 30. september 2025 verður frumsýnd í Bíó Paradís heimildarmyndin Sigur fyrir …