Heim 1. tbl. 2024 Keppni lokið á NM í Frjálsum

Keppni lokið á NM í Frjálsum

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Keppni lokið á NM í Frjálsum
0
212

Norðurlandameistaramót í frjálsum íþróttum fatlaðra fór fram dagana 10. – 11. ágúst í Bollnäs Svíþjóð. Tólf keppendur frá Íslandi héldu til Svíþjóðar til að taka þátt á mótinu ásamt þremur þjálfurum. Keppendur voru:

  • Aníta Ósk Hrafnsdóttir – 1500m, 5000m, Kúluvarp, Kringlukast.
  • Anna Karen Jafetsdóttir – 100m, 200m, 400m, Kúluvarp.
  • Alexander Már Bjarnsþórsson – 100m, 200m, Langstökk, Boðhlaup.
  • Daniel Smári Hafþórsson – 100m, 200m, 400m, Langstökk, Boðhlaup.
  • Emil Steinar Björnsson – Kúluvarp, Spjótkast, Kringlukast.
  • Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir – Kúluvarp, Kringlukast.
  • Hjálmar Þórhallsson – 100m, 200m, 400m.
  • Ingeborg Eide Garðarsdóttir – Kúluvarp.
  • Katrín Lilja Júlíusdóttir – Kúluvarp, Spjótkast, Kringlukast.
  • Karen Guðmundsdóttir – 100m, 200m, Langstökk, Spjótkast, Boðhlaup.
  • Michel Thor Masselter – 400m, 1500m, 5000m.
  • Stefanía Daney Guðmundsdóttir – 100m, 200m, Langstökk, Boðhlaup.

Allir stóðu sig vel og mörg persónuleg met féllu. 3 íslandsmet voru slegin yfir helgina en þau vour: Aníta Ósk Hrafnsdóttir þegar hún kom í mark í 5000m hlaupi á tímanum 27:20,15 í 5000m, Alexander Már Bjarnþórsson þegar hann kom í mark í 100m hlaupi á tímanum 12,23 sek og boðhlaupssveit Íslands í 4x100m hlaupi þegar þau komu í mark á tímanum 55,19 sek. Í boðhlaupssveitinni voru þau Alexander Már Bjarnþórsson, Karen Guðmundsdóttir, Daniel Smári Hafþórsson og Stefanía Daney Guðmundssdóttir.

Að móti loknu fékk Stefanía Daney Guðmundsdóttir verðlaun fyrir flest gullverðlaun kvenna á mótinu. Hópurinn vann samtals 9 gull, 6 silfur og 5 brons.

  • Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Gullverðlaun í 100m, 200m, Langstökki og spjótkasti og silfurverðlaun í boðhlaupi.
  • Emil Steinar Björnsson, Gullverðlaun í Kúluvarpi og kringlukasti og Silfurverðlaun í Spjótkasti.
  • Michel thor Masseltar, Gullverðlaun í 1500m og Bronsverðlaun í 800m.
  • Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir, Gullverðlaun í Kúluvarpi og Silfurverðalun í Kringlukasti.
  • Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Gullverðlaun í Kúluvarpi.
  • Karen Guðmundsdóttir, Silfurverðlaun í spjótkasti og Bronsverðlaun í langstökki og Boðhlaupi.
  • Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Silfurverðlaun í 1500m og 5000m og Bronsverðlaun í kringlukasti.
  • Anna Karen Jafetsdóttir, Silfurverðlaun í 400m.
  • Alexander Már Bjarnþórsson, Bronsverðlaun í 100m og boðhlaupi.
  • Daniel Smári Hafþórsson, bronsverðlaun í boðhlaupi.
Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Allir með Leikarnir

Laugardaginn 9. nóvember fara fram Allir með leikarnir sem verður sannkölluð íþróttaveisla…