Á morgun, fimmtudaginn 29 ágúst, hefst keppni á Paralympics í París 2024. Róbert Ísak Jónsson er fyrstur af íslensku keppendunum til að stíga á stóra sviðið en hann mun keppa í 100m flugsundi á morgun. Undanúrslit í 100m flugsundi fara fram kl 08:41 á íslenskum tíma (10:41 Fra) og úrslit fara fram seinnipartinn sama dag kl 16:35 á íslenskum tíma (18:35 Fra).
Æfingar hafa gengið vel síðustu daga hjá Róberti. Hópurinn hefur fengið að prófa að taka æfingu í Paris La Defense Arena sem er keppnislaugin. Allt er því til reiðu og við óskum Róberti góðs gengis á morgunn!
Dagskrá næstu daga er eftirfarandi:
- 31. ágúst – Ingeborg Eide Garðarsdóttir í kúluvarpi kl 17:15 (isl)
- 1. september – Már Gunnarsson í 100m baksundi kl 08:31 (isl)
- 1. september – Thelma Björg Björnsdóttir 100m bringusund kl 09:39 (isl)
- 2. september – Sonja Sigurðardóttir 50m baksund kl 08:16 (isl)
- 3. september – Sonja Sigurðardóttir 100m skriðsund kl 08:59.