Heim 1. tbl. 2024 Keppni hefst á morgun

Keppni hefst á morgun

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Keppni hefst á morgun
0
245

Á morgun, fimmtudaginn 29 ágúst, hefst keppni á Paralympics í París 2024. Róbert Ísak Jónsson er fyrstur af íslensku keppendunum til að stíga á stóra sviðið en hann mun keppa í 100m flugsundi á morgun. Undanúrslit í 100m flugsundi fara fram kl 08:41 á íslenskum tíma (10:41 Fra) og úrslit fara fram seinnipartinn sama dag kl 16:35 á íslenskum tíma (18:35 Fra).

Æfingar hafa gengið vel síðustu daga hjá Róberti. Hópurinn hefur fengið að prófa að taka æfingu í Paris La Defense Arena sem er keppnislaugin. Allt er því til reiðu og við óskum Róberti góðs gengis á morgunn!

Dagskrá næstu daga er eftirfarandi:

  • 31. ágúst – Ingeborg Eide Garðarsdóttir í kúluvarpi kl 17:15 (isl)
  • 1. september – Már Gunnarsson í 100m baksundi kl 08:31 (isl)
  • 1. september – Thelma Björg Björnsdóttir 100m bringusund kl 09:39 (isl)
  • 2. september – Sonja Sigurðardóttir 50m baksund kl 08:16 (isl)
  • 3. september – Sonja Sigurðardóttir 100m skriðsund kl 08:59.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Allir með Leikarnir

Laugardaginn 9. nóvember fara fram Allir með leikarnir sem verður sannkölluð íþróttaveisla…