Heim 2. TBL. 2025 Jólin hjá íþróttafólkinu okkar

Jólin hjá íþróttafólkinu okkar

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Jólin hjá íþróttafólkinu okkar
0
135

Jólin snúast svo sannarlega um samveru, hefðir og jólamat, við ákváðum að kíkja aðeins á stemninguna hjá íþróttafólkinu okkar fyrir jólin og spyrja þau að nokkrum laufléttum spurningum.

Hulda Sigurjónsdóttir

Í matinn: Létt reyktur lambahryggur með allskonar meðlæti
Uppáhalds jólalag: Hátíð býr í hjörtum eftir Rósu Aðalsteinsdóttur. Lagið minnir mig á jólin í sveitinni og góðar bernskuminningar
Jólahefð: Margar hefðir, á Þorláksmessu hittist stórfjölskyldan í skötuveislu hjá bróður mínum. Við systurnar förum alltaf í sund á aðfangadag. Á jóladag er hangikjöt í hádeginu með góðu meðlæti og auðvitað má ekki gleyma að fá sér malt og appelsín

Hákon Atli Bjarkason

Í matinn: Humarsúpa í forrétt og léttreyktur lambahryggur í aðalrétt
Uppáhalds jólalag: Jingle Bell Rock
Jólahefð: Byrjum alltaf aðfangadag á kaffiboði hjá mömmu, sem á afmæli 24. desember

Hákon mættur á EM í Svíþjóð: Keppni hefst á morgun - Hvati

Stefanía Daney Guðmundsdóttir

Í matinn: Hamborgarhryggur
Uppáhalds jólalag: All I Want (For Christmas) með Liam Payne
Jólahefð: Tek göngutúr um kirkjugarðinn og set kerti hjá manneskju sem ég er hætt að hugsa um

Stefanía í öðru sæti á opna franska í langstökki - Hvati

Ingeborg Eide Garðarsdóttir

Í matinn: Nautalund
Uppáhalds jólalag: Jólin eru okkar með Bríet og Valdimar
Jólahefð: Ekki ákveðin hefð, en ég baka lakkrístoppa og horfi á jólamyndir

Ég er svolítið sár“

Snævar Örn Kristmannsson

Í matinn: Hamborgarhryggur
Uppáhalds jólalag: Fairytale in New York
Jólahefð: Erfitt að nefna eitthvað sérstakt, það sem ég geri á jólunum eru mjög algengar jólahefðir sem margir aðrir gera

Snævar setti fjögur ný met á CUBE móti SH - Hvati

Thelma Björg Björgvinsdóttir

Í matinn: Lambahryggur með öllu
Uppáhalds jólalag: Hótel á Aðfangadag með Baggalút og Siggu Beinteins
Jólahefð: Slaka á og borða smákökur

Thelma varð sjöunda í París
Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ferðin hingað og ferðalagið framundan

Um áramót lýkur þriggja ára upphafstímabili Allir með verkefnisins, sem hefur markvisst un…