Heim 2. TBL. 2025 Íslenski hópurinn lagður af stað á HM í frjálsum í Indlandi

Íslenski hópurinn lagður af stað á HM í frjálsum í Indlandi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslenski hópurinn lagður af stað á HM í frjálsum í Indlandi
1
380

Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum fer fram í Indlandi 27. september til 5. október. Fyrri hluti íslenska hópsins hélt af stað í morgun en seinni hópurinn leggur af stað í fyrramálið.

Keppendur Íslands á mótinu eru þær Ingeborg Eide Garðarsdóttir sem keppir í kúluvarpi og Stefanía Daney Guðmundsdóttir í langstökki. Með þeim fara þjálfararnir Kári Jónsson og Egill Þór Valgeirsson, Kristjana Kjartansdóttir nuddari og Thelma Dögg Grétarsdóttir fararstjóri.

Ingeborg mun keppa 28. september kl. 18:26 í kúluvarpi í flokki F37.
Stefanía tekur þátt í forkeppni í langstökki í flokki T20 þann 4. október kl. 10:50 vegna fjölda keppenda og eru úrslit svo á dagskrá 5. október kl. 09:32.

Það er því spennandi verkefni framundan hjá íslenska hópnum. Við munum fylgjast með gengi þeirra og miðla fréttum, myndum og streymi á meðan mótinu stendur.

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Rósa Kristín vann Sjómannabikarinn 2026

Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra fór fram í Laugardalalsug í gær, 3. janúar 2026. Mót…