Heim 1. tbl. 2024 Íslandsmót í Boccia fer fram næstu helgi

Íslandsmót í Boccia fer fram næstu helgi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslandsmót í Boccia fer fram næstu helgi
0
645

Það styttist í Íslansmót í Boccia en mótið fer fram dagana 26. og 27. október næstkomandi. Mótið fer fram í Laugardalshöllinni og er haldið af ÍF og ÍFR. ÍFR átti 50 ára afmæli á árinu og félagið tók að sér umsjón Íslandsmótsins í tilefni þessa merka áfanga.

Laugardaginn 26 október hefst kepni og stendur yfir frá kl 09:00-19:00. Á sunnudeiginum heldur keppnin áfram og verður frá kl 09:00 – 16:00. Að keppni lokinni verður lokahóf Í Gullhömrum. Húsið opnar kl 19:00 og Kl 19:30 hefst borðhald þar sem hljómsveitin SWIZZ heldur uppi fjöri og spilar undir matnum. Að borðhaldi loknu verður dansleikur til kl 23:00.

Hægt er að nálgast mótaskrá íslandsmótsins hér

Athugið að enn gætu orðið breytingar á þessari mótaskrá en þá verða þær framkvæmdar á fararstjórafundi að morgni fyrsta keppnisdags.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afmælisbarnið Már og The Royal Northern College of Music Session Orchestra

Tónlistarmaðurinn og Paralympic farinn Már Gunnarsson heldur tvenna tónleika ásamt The Roy…