Heim 2. TBL. 2025 IPC hvetur stjórnvöld til að auka fjárfestingu í íþróttum fatlaðra

IPC hvetur stjórnvöld til að auka fjárfestingu í íþróttum fatlaðra

2 min read
Slökkt á athugasemdum við IPC hvetur stjórnvöld til að auka fjárfestingu í íþróttum fatlaðra
0
53

Kristina Molloy, varaforstjóri IPC hvatti stjórnvöld um allan heim til að auka fjárfestingu í íþróttum fatlaðra til að efla samfélagslega þátttöku og draga úr mismunun. Molloy flutti ávarp sitt á alþjóðlegri ráðstefnu UNESCO Future in Play sem var haldin í Santiago í Chile dagana 27. – 28. nóvember.

Í erindi sínu lagði hún áherslu á að íþróttir fatlaðra hefðu sýnt fram á djúpstæð samfélagsleg áhrif, bæði með því að styrkja fatlað fólk og með því að auka þátttöku og jöfnuð í samfélaginu. Hún benti á að eitt af hverjum þremur börnum hefði engan aðgang að íþróttakennslu og að sú staðreynd undirstriki þörf fyrir auknar aðgerðir og fjárfestingu.

Á ráðstefnunni var einni fjallað um „Paris 2024 Call to Action“ sem IPC og UNESCO kynntu í tengslum við Paralympics í París. Stefnan veitir stjórnvöldum skýran ramma til að tryggja réttindi fatlaðs fólks samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Markmið ráðstefnunnar var að efla alþjóðlega samvinnu og móta vegvísi fyrir aukna þátttöku fatlaðs fólks í gegnum íþróttir og menntun.

Hægt er að lesa meira hér

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Tveir þjálfarar með alþjóðleg þjálfararéttindi í sitjandi blaki

Tveir þjálfarar á Íslandi, þau Thelma Dögg Grétarsdóttir og Borja González sóttu 27.-29. n…