Heim 2. TBL. 2025 Ingeborg með Íslandsmet á HM í Indlandi

Ingeborg með Íslandsmet á HM í Indlandi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Ingeborg með Íslandsmet á HM í Indlandi
3
642

Ingeborg Eide Garðarsdóttir lauk keppni í kúluvarpi í flokki F37 á heimsmeistaramótinu í frjálsum sem fer fram í Indlandi. Ingeborg kastaði hvorki meira né minna en 10.08 metra í sínu síðasta kasti og setti þar með nýtt Íslandsmet!

Ingeborg hafnaði í 6. sæti en sigurvegarinn var Lisa Adams frá Nýja Sjálandi með 13.83 metra kasti. Köst Ingeborgar má sjá hér að neðan.

X – 8.92 – 9.35 – 9.32 – 9.66 – 10.08

Ingeborg var svo sannarlega sátt með árangurinn og sagðist hafa ætlað að koma til Indlands og njóta en markmið mótsins var að ná köstum í kringum sitt besta. Undir lokin ákvað hún að keyra hjartsláttinn aðeins upp og leggja allt í þetta, sem gekk svo sannarlega upp hjá henni.

Innilegar hamingjuóskir með árangurinn Ingeborg!

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Þór búinn með fyrstu greinina á EM í Króatíu

Þór Þórhallsson hefur lokið keppni í sinni fyrstu grein á Evrópumeistaramótinu í skotfimi …