Ingebort Eide Garðarsdóttir frá íþróttafélaginu Ármann hefur lokið keppni á heimsmeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum í kobe, Japan
Ingeborg keppti í kúluvarpi í F37 þar sem hún varð í fjórða sæti keppninnar með 9,64m. Þetta er því í 4 skipti sem hún kastar yfir svokölluðu “high performance” lágmarki fyrir Paralympics sem er 9,49 m.
Paralympics munu fara fram í París dagana 28 ágúst til 8 september.