Heim 2. TBL. 2025 HM Singapore: Íslenski hópurinn lagður af stað til Asíu

HM Singapore: Íslenski hópurinn lagður af stað til Asíu

2 min read
Slökkt á athugasemdum við HM Singapore: Íslenski hópurinn lagður af stað til Asíu
0
121

Heimsmeistaramót IPC í sundi fer fram í Singapore 21.-27. september næstkomandi. Íslensku keppendurnir á HM héldu af stað í morgun en hópurinn verður í æfingabúðum í Tælandi 12.-18. september og heldur svo áleiðis yfir til Singapore til að taka þátt í heimsmeistaramótinu.

Íslenska hópinn skipa þau Róbert Ísak Jónsson Fjörður/SH, Sonja Sigurðardóttir ÍFR og Thelma Björg Björnsdóttir ÍFR. Upphaflega stóð til að Már Gunnarsson ÍRB/Manchester færi við mótið en hann varð fyrir því óláni að fingurbrotna á Sumarmeistaramóti SSÍ og verður því ekki með á HM að þessu sinni.

Með í för eru Ragnar Friðbjarnarson landsliðsþjálfari ÍF í sundi, Ragnheiður Runólfsdóttir þjálfari og Steinunn Einarsdóttir aðstoðarkona.

Íslensku keppendurnir þrír munu taka þátt í sex greinum á HM. Thelma Björg Björnsdóttir keppir í 100m bringusundi SB5 þann 25. september. Róbert Ísak Jónsson keppir í 100m flugsundi og 100m bringusundi, flugið er á lokakeppnisdegi 27. september en bringusundskeppnin 23. september. Þá er Sonja Sigurðardóttir skráð til leiks í þremur greinum en hennar fyrsti keppnisdagur er 24. september í 50m baksundi, 25. september keppir Sonja í 50m skriðsundi og lokagreinin hennar er á síðasta keppnisdegi 27. september þegar hún tekur þátt í 100m skriðsundi.

Það er því myndarlegt ferðalag fyrir höndum hjá íslenska hópnum og við munum greina frá þeim í máli og myndum eftir því sem líður nær HM og á meðan móti stendur.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Snævar stórbætti Íslandsmetið í 200m flugi og landaði öðru silfri

Snævar Örn Kristmannsson stórbætti Íslandsmetið í 200m flugsundi í flokki S19 (sundfólk me…