Heim 2. TBL. 2025 Hákon mættur á EM í Svíþjóð: Keppni hefst á morgun

Hákon mættur á EM í Svíþjóð: Keppni hefst á morgun

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Hákon mættur á EM í Svíþjóð: Keppni hefst á morgun
0
267

Borðtennismaðurinn Hákon Atli Bjarkason frá ÍFR er mættur út til Helsingborgar í Svíþjóð þar sem Evrópumeistaramótið í borðtennis fer fram næstu daga. Hákon Atli er eini fulltrúi Íslands á mótinu en með honum í för er Helgi Þór Gunnarsson formaður borðtennisnefndar ÍF og landsliðsþjálfari ÍF í borðtennis.

Keppni hefst á morgun fimmtudaginn 20. nóvember en Hákon keppir í sitjandi flokki 4-5. Í dag var dregið í riðla og lenti Hákon í eina fjögurra manna riðlinum í einstaklingskeppninni. Með honum í riðli eru Filip Nachazel frá Tékklandi, David Olsson frá Svíþjóð og Suleyman Vural frá Tyrklandi.

Hákon leikur tvo leiki á morgun og einn á föstudag, dagurinn á morgun hefst á viðureign gegn Tékkanum Filip kl. 10:10 að staðartíma eða kl. 09:10 að íslenskum tíma, síðari viðureign dagsins er svo kl. 15.30 að staðartíma eða 14.30 að íslenskum tíma gegn Tyrkjanum Suleyman. Á föstudag mætir Hákon heimamanninum David Olsson frá Svíþjóð. Hér er hægt að sjá stöðuna í riðlunum í flokki 4-5. Sýnt verður beint frá mótinu á Youtube á rásinni „IttfWorld.”

Mynd/JB: Hákon Atli við æfingar í kvöld í keppnishöllinni í Helsingborg.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Án sjálfboðaliða væri starfið ekki jafn blómlegt og öflugt

Ágæti lesandi Ég vil byrja þetta ávarp mitt á að hrósa Alþingi Íslands fyrir að staðfesta …