Heim 2. TBL. 2025 Flottur íslenskur árangur á Special Olympics deginum á HM í kraftlyftingum

Flottur íslenskur árangur á Special Olympics deginum á HM í kraftlyftingum

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Flottur íslenskur árangur á Special Olympics deginum á HM í kraftlyftingum
0
155

Laugardaginn 15. nóvember síðastliðinn tók Ísland þátt á Special Olympics deginum á Heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fór fram í Cluj-Napoca í Rúmeníu. Ísland átti þar fimm keppendur: Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Emil Steinar Björnsson, Hulda Sigurjónsdóttir, María Sigurjónsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir.

Alls voru 21 einstaklingar frá níu löndum sem tóku þátt og var samkeppnin hörð í öllum flokkum. Íslensku keppendurnir mættu vel undirbúnir eftir mikla vinnu síðustu mánuði sem skilaði sér svo sannarlega þar sem flestir bættu sig í öllum greinum, persónuleg met féllu og voru einnig ný Íslandsmet sett.

Úrslit íslenska hópsins var eftirfarandi

Aníta Ósk Hrafnsdóttir lenti í 1. sæti í sínum þyngdarflokki með miklar persónulegar bætingar

Emil Steinar Björnsson lenti í 2. sæti í sínum þyngdarflokki og var 3. stigahæsti karlkyns keppandi mótsins

Hulda Sigurjónsdóttir lenti í 1. sæti í sínum flokki og var 2. stigahæsta kona mótsins með stórar bætingar í öllum greinum

María Sigurjónsdóttir lenti í 4. sæti í sínum þyngdarflokki með flottar bætingar í öllum greinum

Sigríður Sigurjónsdóttir lenti í 2. sæti í sínum flokki og var 3. stigahæsta kona mótsins, einnig með bætingar í öllum greinum

Óhætt er því að segja að hópurinn hafi átt virkilega góðan dag, mikil samheldni var í hópnum þar sem allir voru að hvetja hvort annað áfram. Nú þegar hópurinn er kominn heim halda æfingar áfram og ný markmið fyrir næsta keppnisár eru þegar komin á teikniborðið.

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ráðherrar styðja Allir með verkefnið

Í tengslum við ALLIR MEÐ  leikana 8. nóvember 2025, undirrituðu mennta og barnamálará…