Heim 2. TBL. 2025 Fjörður Íslandsmeistari félaga í frjálsum 2025

Fjörður Íslandsmeistari félaga í frjálsum 2025

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Fjörður Íslandsmeistari félaga í frjálsum 2025
0
71

Íslandsmót fatlaðra í frjálsum utanhúss fór fram helgina 23-24 ágúst á Selfossi. Þrátt fyrir rigningu alla helgina sýndu keppendur góðan árangur, alls voru 20 persónuleg met bætt.

Fjörður varð Íslandsmeistari félaga eftir sterka frammistöðu sinna keppenda. Margir áttu eftirminnilegt mót þar á meðal hann Daníel Smári Hafþórsson sem sigraði í öllum fjórum hlaupum sínum auk þess að bæta sig í langstökki með 5,00 metra stökk. Emil stóð einnig uppi sem sigurvegari í öllum þremur kastgreinum sínum ásamt því að bæta sitt persónulega met í sleggjukasti með kast upp á 20,23 metra.

Guðrún Hulda tryggði sér þrefaldan Íslandsmeistaratitil í kúluvarpi, kringlukasti og sleggjukasti í flokki kvenna F20 og Stefanía Daney sigraði einnig í 100 og 200 metra hlaupi sem og langstökki í T20 flokki.

Úrslit mótsins má finna hér

Persónulegar bætingar á mótinu má finna hér

ÍF óskar keppendum og Firði til hamingju með árangurinn

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Kynning á hestanámskeiðum fyrir börn og unglinga með sérþarfir

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ heldur kynningu á hestanámskeiðum sérstaklega ætlað …