Heim 2. tbl 2022 Fjölmenni á Paralympic-daginn í Laugardal

Fjölmenni á Paralympic-daginn í Laugardal

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Fjölmenni á Paralympic-daginn í Laugardal
0
698

Hinn árlegi Paralympic-dagur Íþróttasambands fatlaðra fór að nýju fram eftir heimsfaraldur COVID-19. Í ár fór Paralympic-dagurinn fram á alþjóðadegi fatlaðra eða 3. desember og sem fyrr var um stóran og skemmtilegan kynningardag að ræða á íþróttum og lýðheilsu fatlaðra.

Fjöldamargir lögðu leið sína í Frjálsíþróttahöllina í Laugardal þar sem íþróttafélög, einstaklingar og stofnanir kynntu starfsemi sína. Íþróttanefndir ÍF og nemar frá Háskólanum í Reykjavík settu einnig skemmtilegan svip á daginn.

Um afar fjölbreyttar kynningar var að ræða eins og pílukast, borðtennis, körfubolta, blindrafótbolta, lyftingar, júdó, bogfimi, blindrabolta (goalball), nútíma fimleika, dans, boccia, frjálsar og margt fleira.

Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem heimsóttu Paralympic-daginn sem og þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem gerðu daginn eins vel úr garði og raun bara vitni.

Ljóst er að Paralympic-dagurinn er öflugur vettvangur til þess að kynna þá íþrótta- og lýðheilsumöguleika sem eru þegar í boði og eins til að kynna nýjungar í heilbrigðum lífstíl.

Myndasafn

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband sem Magnús Orri Arnarson setti saman frá Paralympic-deginum 2022

https://www.facebook.com/IthrottasambandFatladra/videos/1322348158587518

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…