Um áramót lýkur þriggja ára upphafstímabili Allir með verkefnisins, sem hefur markvisst unnið að því að íþróttatækifærum fyrir fötluð börn um allt land. Verkefnið hefur á þessum tíma lagt grunn að nýjum tækifærum, auknu aðgengi og breyttu viðhorfi til þátttöku fatlaðra barna í íþróttum.
Í tilefni þess að ákveðið hefur verið að framlengja verkefnið um önnur þrjú verður haldið málþing þar sem farið verður yfir stöðu verkefnisins, helstu reynslu og lærdóma síðustu ára og rætt um næstu skref og framtíðarsýn. Markmiðið málþingsins er að skapa vettvang fyrir samtal þar sem fagfólk, foreldrar, sveitarfélög, íþróttafélög og samstarfsaðilar geta komið saman, deilt reynslu og haft áhrif á áframhald verkefnisins.
Málþing Allir með – Ferðin hingað og ferðalagið framundan
Dagsetning: 30. janúar 2026
Staðsetning: Minigarðurinn
Tímasetning: 09:00-12:30
Á málþinginu munu fjölbreyttir fyrirlesarar deila innsýn, reynslu og hugmyndum, allt frá foreldrum og þjálfurum til sérfræðinga og annarra fulltrúa. Fjallað verður um stöðu fatlaðra barna í íþróttum í dag, niðurstöðu rannsóknar á þátttöku, reynslu barna og foreldra, sem og þau verkefni og samstarf sem þegar eru í gangi. Þá verður rætt hvernig megi styrkja íþróttafélög og þjálfara, ná betur til foreldra og nýta þau úrræði og lausnir sem eru til.
Við viljum bjóða öllum þeim sem hafa áhuga að taka þátt í deginum, leggja sitt af mörkum og taka þátt í að móta næstu skref.
Skráning á málþingið fer fram hér
Facebook viðburð málþingsins má finna hér
