Íþróttafólk sem keppt hefur á stærsta sviði í íþróttum fatlaðra, Paralympics, mótmæla því að vera kölluð þátttakendur á leikunum. Þau hafa lýst því yfir að þau taki ekki þátt heldur eru keppendur á Paralympics í París 2024. Þetta er nú hluti af nýrri herferð IPC (International Paralympic Committee) sem miðar af því að ögra orðalaginu.
Sem hluti af herferðinni þá hefur íþróttafólk tekið til máls og birt á sínum samfélagsmiðlum þar sem þau lýsa yfir: “Ég mun ekki taka þátt á Paralympics í París 2024” en með því að fletta yfir á næstu mynd í myndasyrpunni þá uppgvötva fylgjendur að þar heldur setningin áfram og segir “ég mun keppa…”. Þetta er ámminning um að íþróttafólki með fötlun hefur oft verið hrósað einfaldlega fyrir það að taka þátt í íþróttum, ekki vegna íþróttahæfileikaþeirra eða keppnisskapsins sem drífur þau áfram til að vinna.
Herferðin var gerð til að skapa umræðu um það hvernig tungumálið er notað til að lýsa íþróttum fatlaðra samanborið við íþróttafólk með enga fötlun. Ýtarlegri upplýsingar um herferðina er hægt að finna hér
Paralympics munu fara fram 28. ágúst til 8. september.