 
																			ParaVolley Europe og Blaksamband Íslands hafa gert með sér samstarfssamning til þess að koma af stað blaki fyrir fatlaða á Íslandi. Með þessum samningi verður BLÍ formlega hluti af ParaVolley Europe fjölskyldunni með það markmið að stækka íþróttina hér á landi og auka tækifæri fyrir alla til að taka þátt í blaki og sitjandi blaki um land allt. Samstarfið mun opna nýja möguleika í þjálfun, keppni og verkefna innan blakhreyfingarinnar.
„Með því að ganga til liðs við ParaVolley Europe stígum við mikilvægt skref í átt að því að gera blak á Íslandi aðgengilegt fyrir alla. Þetta snýst um meira en keppni, þetta snýst um að tilheyra, skapa liðsheild og að hafa gaman fyrir alla sem vilja taka þátt í íþróttinni“ sagði Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands.
Forseti ParaVolley Europe, Branko Mihorko, tók samstarfinu fagnandi og hafði eftirfarandi að segja:
„Við erum mjög glöð að fá Ísland inn í ParaVolley Europe fjölskylduna! Vaxandi fjöldi aðildarþjóða sýnir hversu hratt íþróttin er að vaxa og hversu mikil hún er. Við fögnum þessu fyrsta skrefi Blaksambands Íslands og hlökkum til þátttöku þeirra í nálægri framtíð.
Á næstu vikum munu koma meiri upplýsingar um þetta nýja og spennandi verkefni.
 
             
				 
				 
				 
				