Heim 2. TBL. 2025 Blaksamband Íslands orðið hluti af ParaVolley Europe

Blaksamband Íslands orðið hluti af ParaVolley Europe

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Blaksamband Íslands orðið hluti af ParaVolley Europe
0
243

ParaVolley Europe og Blaksamband Íslands hafa gert með sér samstarfssamning til þess að koma af stað blaki fyrir fatlaða á Íslandi. Með þessum samningi verður BLÍ formlega hluti af ParaVolley Europe fjölskyldunni með það markmið að stækka íþróttina hér á landi og auka tækifæri fyrir alla til að taka þátt í blaki og sitjandi blaki um land allt. Samstarfið mun opna nýja möguleika í þjálfun, keppni og verkefna innan blakhreyfingarinnar.

„Með því að ganga til liðs við ParaVolley Europe stígum við mikilvægt skref í átt að því að gera blak á Íslandi aðgengilegt fyrir alla. Þetta snýst um meira en keppni, þetta snýst um að tilheyra, skapa liðsheild og að hafa gaman fyrir alla sem vilja taka þátt í íþróttinni“ sagði Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands.

Forseti ParaVolley Europe, Branko Mihorko, tók samstarfinu fagnandi og hafði eftirfarandi að segja:

„Við erum mjög glöð að fá Ísland inn í ParaVolley Europe fjölskylduna! Vaxandi fjöldi aðildarþjóða sýnir hversu hratt íþróttin er að vaxa og hversu mikil hún er. Við fögnum þessu fyrsta skrefi Blaksambands Íslands og hlökkum til þátttöku þeirra í nálægri framtíð.

Á næstu vikum munu koma meiri upplýsingar um þetta nýja og spennandi verkefni.

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Íslandsmótið í boccia: Úrslit

Það var líf og fjör á Akureyri síðustu helgi þegar Íslandsmótið í boccia fór fram.Mótið va…