
Í dag, 25. júlí er í fyrsta skipti haldinn hátíðlegur alþjóðlegur dagur fólks með þroskahömlun (IPDwII). Virtus hefur séð um að undirbúa daginn en hann er tileinkaður því að fagna réttindum, þátttöku og framlagi fólks með þroskahömlun um allan heim.
Frá og með þessu ári mun Virtus fagna deginum en hann markar tímamót í þeirra sögu. Á þessum degi árið 2004 fóru fram fyrstu Virtus Global Games, stærsta íþróttamót heims fyrir fólk með þroskahömlun.
Stefna Virtus hefur verið sú að nota kraft íþrótta og sögur fólks til að brjóta niður hindranir, breyta viðhorfum og skapa samfélag sem allir tilheyra. Nú á alþjóðlegi dagurinn að ná enn lengra, út fyrir íþróttir, til að auka meðvitund, virðingu og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins.
Við erum stolt af okkar íþróttafólki. Við sjáum ykkur, við fögnum ykkur.
Hægt er að lesa meira á heimasíðu Virtus hér