
Laugardaginn 8. nóvember 2025 munu Allir með leikarnir fara fram í annað sinn og verða þeir haldnir í Laugardlashöll.
Leikarnir eru sannkölluð íþróttaveisla sem ætluð er börnum á grunnskólaaldri með sérþarfir eða þeim sem ekki hafa fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi. Markmið leikanna er að fjölga tækifærum barna í íþróttum og hreyfingu almennt.
Á dagskrá eru mismunandi íþróttagreinar, leikir, tónlist, diskó og pizzaveisla. Sóli lukkudýr mun mæta á svæðið og halda uppi stemningunni.
Dagskrá leikanna verður birt fljótlega á heimasíðu allir með sem má finna hér
