Það var mikil stemning í íþróttahúsi ÍFR dagana 29-31 desember þar sem fram fóru æfingabúðir í borðtennis. Hákon Atli Bjarkason, afreksmaður í borðtennis, skipulagði og hélt utan um æfingabúðirnar. Það voru 12 iðkendur á áldrinum 9-32 ára sem var boðið að taka þátt. Tilgangur æfinganna var að undirbúa hópinn fyrir Malmö Open sem mun fara fram dagana 6-8 febrúar 2026.
Allir í hópnum voru sammála um það hvað það væri gott að komast á æfingar yfir hátíðarnar, sérstaklega til þess að koma sterk inn strax á nýju ári.
Það hefur verið mikið um nýliðun í borðtennis undanfarið og fjölgað verulega í flokkum hreyfihamlaðra á árinu. Það verður spennandi að fylgjast með hópnum á nýju ári þar sem á dagskráin er full af mótum bæði hér heima og erlendis.
