Jólin snúast svo sannarlega um samveru, hefðir og jólamat, við ákváðum að kíkja aðeins á stemninguna hjá íþróttafólkinu okkar fyrir jólin og spyrja þau að nokkrum laufléttum spurningum.
Hulda Sigurjónsdóttir
Í matinn: Létt reyktur lambahryggur með allskonar meðlæti
Uppáhalds jólalag: Hátíð býr í hjörtum eftir Rósu Aðalsteinsdóttur. Lagið minnir mig á jólin í sveitinni og góðar bernskuminningar
Jólahefð: Margar hefðir, á Þorláksmessu hittist stórfjölskyldan í skötuveislu hjá bróður mínum. Við systurnar förum alltaf í sund á aðfangadag. Á jóladag er hangikjöt í hádeginu með góðu meðlæti og auðvitað má ekki gleyma að fá sér malt og appelsín

Hákon Atli Bjarkason
Í matinn: Humarsúpa í forrétt og léttreyktur lambahryggur í aðalrétt
Uppáhalds jólalag: Jingle Bell Rock
Jólahefð: Byrjum alltaf aðfangadag á kaffiboði hjá mömmu, sem á afmæli 24. desember

Stefanía Daney Guðmundsdóttir
Í matinn: Hamborgarhryggur
Uppáhalds jólalag: All I Want (For Christmas) með Liam Payne
Jólahefð: Tek göngutúr um kirkjugarðinn og set kerti hjá manneskju sem ég er hætt að hugsa um

Ingeborg Eide Garðarsdóttir
Í matinn: Nautalund
Uppáhalds jólalag: Jólin eru okkar með Bríet og Valdimar
Jólahefð: Ekki ákveðin hefð, en ég baka lakkrístoppa og horfi á jólamyndir

Snævar Örn Kristmannsson
Í matinn: Hamborgarhryggur
Uppáhalds jólalag: Fairytale in New York
Jólahefð: Erfitt að nefna eitthvað sérstakt, það sem ég geri á jólunum eru mjög algengar jólahefðir sem margir aðrir gera

Thelma Björg Björgvinsdóttir
Í matinn: Lambahryggur með öllu
Uppáhalds jólalag: Hótel á Aðfangadag með Baggalút og Siggu Beinteins
Jólahefð: Slaka á og borða smákökur
/frimg/1/51/28/1512842.jpg)
