Nýárssundmótið fer fram laugardaginn 3. janúar 2026 í sundlaug Laugardals.
Upphitun hefst klukkan 14:00 og mót 15:00.
Keppt er í eftirtöldum greinum:
50 m baksundi 50 m bringusundi
50 m flugsundi 50 m frjálsri aðferð
25 m frjáls aðferð*
*25 m frjáls aðferð er fyrir byrjendur þar eru hjálpartæki leyfð, þ.e. armkútar, sundfit o.s.frv. Einungis þeir sem ekki keppa í öðrum greinum mótsins hafa rétt til þátttöku.
Dagskrá mótsins er eftirfarandi:
1. grein 50 m baksund kk 2. grein 50 m baksund
3. grein 50 m bringusund kk 4. grein 50 m bringusund kvk
5. grein 25 m frjáls aðferð kk 6. grein 25 m frjáls aðferð kvk
7. grein 50 m frjáls aðferð kk 8. grein 50 m frjáls aðferð kvk
9. grein 50 m flugsund kk 10. grein 50 m flugsund kvk
Verðlaun
Í mótslok fá allir þátttakendur viðurkenningu (þátttökupening).
Í 50 metra greinum eru veitt verðlaun gull, silfur og brons samkvæmt stigaútreikningi Multiclass / Aqua-point á Swimfy í flokkum S1-S19, með tvennum hætti.
- Unglingaflokkur 17 ára og yngri.
- Opinn flokkur 18 ára og eldri.
Sjómannabikarinn er veittur fyrir besta sundafrek mótsins hjá 17 ára og yngri keppendum samkvæmt stigaútreikningi Multiclass / Aqua-point á Swimfy í flokkum S1-S19.
Skráningum skal skilað rafrænt (Lenex file) á netfangið krigu68@gmail.com ekki seinna en 18. desember 2025. Hægt er að óska eftir Lenex skránni með því að senda tölvupóst á thelma@ifsport.is, þeir sem ekki nota Lenex geta sent beint tölvupóst á krigu68@gmail.com og skráð þátttöku þar.
Vinsamlegast leiðréttið ef þarf þ.e.
- Þ.e. að fötlunarflokkurinn á ekki að vera inn í nafninu
- að réttur fötlunar flokkur sé skráður (ath breytingar t.d. S15 er S19 og S16 er núna S18)
