Heim 2. TBL. 2025 Dagur sjálfboðaliðans: Takk fyrir ykkur

Dagur sjálfboðaliðans: Takk fyrir ykkur

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Dagur sjálfboðaliðans: Takk fyrir ykkur
0
24

Í dag, 5. desember er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans en dagurinn hefur verið haldinn ár hvert frá 1985 og minnir okkur á mikilvægi þess fólks sem gefur af tíma sínum til að efla samfélagið okkar.

Íþróttahreyfingin hefði ekki náð þeim styrk sem hún býr yfir í dag án þeirra ótal sjálfboðaliða sem leggja hönd á plóg, hvort sem það er innan stjórna, félaga eða deilda, við fjáraflanir yngri flokka, skipulag barna- og unglingamóta, sjá um dómgæslu, miða- og veitingasölu og svo lengi mætti telja.

Sjálfboðaliðar eru oft ósýnilega aflið sem knýr íþróttastarfið áfram og því miður þá gleymist alltof oft að þakka þeim fyrir sitt óeigingjarna framlag. Í da er dagurinn þeirra og því tilvalið að þakka öllum fyrir þeirra ómetanlega framlag.

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Arna Sigríður á FIS para-skíðagöngumóti í Noregi

Arna Sigríður Albertsdóttir keppti síðustu helgi 29. – 30. nóvember á FIS skíðagöngumóti í…