Í dag, 5. desember er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans en dagurinn hefur verið haldinn ár hvert frá 1985 og minnir okkur á mikilvægi þess fólks sem gefur af tíma sínum til að efla samfélagið okkar.
Íþróttahreyfingin hefði ekki náð þeim styrk sem hún býr yfir í dag án þeirra ótal sjálfboðaliða sem leggja hönd á plóg, hvort sem það er innan stjórna, félaga eða deilda, við fjáraflanir yngri flokka, skipulag barna- og unglingamóta, sjá um dómgæslu, miða- og veitingasölu og svo lengi mætti telja.
Sjálfboðaliðar eru oft ósýnilega aflið sem knýr íþróttastarfið áfram og því miður þá gleymist alltof oft að þakka þeim fyrir sitt óeigingjarna framlag. Í da er dagurinn þeirra og því tilvalið að þakka öllum fyrir þeirra ómetanlega framlag.

