Heim 2. TBL. 2025 Ingeborg og Snævar Íþróttafólk ÍF 2025

Ingeborg og Snævar Íþróttafólk ÍF 2025

11 min read
Slökkt á athugasemdum við Ingeborg og Snævar Íþróttafólk ÍF 2025
0
67

Íþróttasamband fatlaðra heiðraði í dag, 3. desember, framúrskarandi íþróttafólk og brautryðjendur á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Á þessari árlegu athöfn ÍF voru kynnt Íþróttakona og Íþróttamaður ÍF 2025 auk þess sem Hvataverðlaun ÍF voru afhent. Í ár hlaut frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide Garðarsdóttir nafnbótina Íþróttakona ÍF 2025 og var sundmaðurinn Snævar Örn Kristmannssin útnefndur Íþróttamaður ÍF 2025. Magnús Orri Arnarson hlaut Hvataverðlaun ÍF fyrir framúrskarandi starf í þágu íþróttafólks með
fötlun.

Myndir af deginum má sjá neðst í fréttinni.

Íþróttakona ársins 2025 Ingeborg Eide Garðarsdóttir
Ingeborg Eide Garðarsdóttir setti eitt Íslandsmet á árinu 2025 í flokki F37 í frjálsum íþróttum. Ingeborg setti metið á stóra sviðinu þegar hún keppti á Heimsmeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum sem haldið var í Nýju Delí á Indlandi dagana 27. september – 5. október. Ingeborg tók þátt á þremur mótum erlendis árið 2025, Grand Prix í París í Frakklandi, Grand Prix í Olomouc í Tékklandi og Heimsmeistaramót IPC í Nýju
Delí á Indlandi. Á Grand Prix í París endaði Ingeborg í 2. sæti með kast upp á 9.00m. Á Grand Prix í Tékklandi endaði hún í 3. sæti með kast upp á 9.52m en það mót var fyrsta kvenna Grand Prix mótið í sögunni hjá IPC. Ingeborg endaði tímabilið á því að keppa á Heimsmeistaramóti IPC í New Delhi á Indlandi. Þar lauk hún keppni í 6. sæti með kast upp á 10.08 m. sem var nýtt Íslandsmet í hennar flokki og í fyrsta skiptið sem Ingeborg kastar yfir 10 metra. Árið 2024 keppti Ingeborg á sínum fyrstu Paralympics sem fram fóru í París en hún hefur einnig tekið þátt áður í heims- og Evrópumeistaramótum fyrir Íslands
hönd. Á síðustu árum hefur hún tekið stórstígum framförum og öðlaðist keppnisrétt í París með svokölluðu „high performance” lágmarki en hún hefur síðustu misseri skipað sér á sess með tíu fremstu kösturum heims í flokki F37 (hreyfihamlaðir).
Þetta er í fyrsta sinn sem Ingeborg hlýtur nafnbótina Íþróttakona ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra og við óskum henni innilega til hamingju.

Íþróttamaður ársins 2025 Snævar Örn Kristmannsson
Snævar Örn Kristmannsson setti samtals 33 Íslandsmet í sundi árið 2025. Á árinu bætti hann sig í öllum sínum helstu greinum, þar á meðal 50m, 100m og 200m flugsundi, 50m og 100m skriðsundi, 400m skriðsundi og 100m og 200m fjórsundi. Á Íslandsmóti SSÍ setti Snævar þrenn Evrópumet í 100m flugsundi á tímanum 59.77 sek, 200m flugsundi á tímanum 2:14.57 mín. og 100m fjórsundi á tímanum 1:06.65 mín. Á mótinu setti Snævar einnig heimsmet í 50m flugsundi þegar hann synti á tímanum 26.69 sek. Á Norðurlandamótinu í sundi setti Snævar Evrópumet í tveimur greinum, 100m flugsundi með tímann 59.61 sek og 200m fjórsundi með tímann 2:25.75. Snævar tók þátt í heimsmeistaramóti VIRTUS sem fór fram í Bangkok í Tælandi en þar náði hann í þrenn silfurverðlaun í 50m, 100m og 200m flugsundi og bætti
einnig Íslandsmet í öllum þremur greinunum. Í 50m skriðsundi endaði Snævar í 5. sæti á nýju Íslandsmeti. Virtus eru alþjóðleg samtök sem halda utan um afreksíþróttafólk með þroskahamlanir og einhverfu þar sem keppt er eftir reglum samkvæmt IPC. Snævar keppir innan raða Virtus í flokki II3, sem er flokkur fyrir
íþróttafólk með einhverfu. Þetta er í fyrsta sinn sem Snævar hlýtur nafnbótina Íþróttamaður ársins hjá
Íþróttasambandi fatlaðra og óskum við honum innilega til hamingju.
Íslandsmet sett árið 2025
25m laug
100 fjórsund 1:07,0
400 frjáls aðferð 4:30,81
100 fjórsund 1:06,65
100 flugsund 1:00,37
200 flugsund 2:15,26
50 flugsund 0:27,40
100 flugsund 0:59,77
200 flugsund 2:14,57
50 flugsund 0:26,79
50 flugsund 0:26.69
100 flugsund 0:59,61
200m fjórsund 2:28.35
200m fjórsund 2:25.75
50m laug
50 flugsund 0:28,06
50 frjáls aðferð 0:27,60
200 flugsund 2:29,16
100 frjáls aðferð 1:00,99
100 flugsund 1:01,51
200 frjáls aðferð 2:12,59
100 flugsund 1:01,49
50 frjáls aðferð 0:27,34
200 flugsund 2:24,87
200 flugsund 2:22,16
50 flugsund 0:27,87
50 flugsund 0:27,52
400 frjáls aðferð 4:51,83
400 frjáls aðferð 4:51,83
100 frjáls aðferð 0:59,22
50 frjáls aðferð 0:27,03
50 flugsund 0:27,20
200 flugsund 2:18,38
100 flugsund 1:00,69
50 frjáls aðferð 0:26,99
50 frjáls aðferð 0:26,61
Evrópumet sett árið 2025
25m laug
100m flugsund 59.61
200m flugsund 2:14.57
100m fjórsund 1:06.65
200m fjórsund 2:25.75
50m laug
100m flugsund 1:00,69
Heimsmet sett árið 2025
25m laug
50m flugsund 26.69

Magnús Orri hlýtur Hvataverðlaun ÍF 2025
Magnús Orri Arnarson, kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandi keppandi í fimleikum í Special Olympics hópi Gerplu hlýtur Hvataverðlaun ÍF árið 2025. Verðlaunin eru afhent 3. desember í tengslum við val ÍF á íþróttafólki ársins 2025. Hvataverðlaun ÍF eru veitt einstaklingum, félagasamtökum, stofnun, fyrirtæki eða öðrum aðilum sem á framsækinn hátt hafa unnið í þágu íþróttastarfs fatlaðra. Magnús Orri hefur frá árinu 2019 unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði myndbandagerðar og ljósmyndunar í samstarfi við Special Olympics á Íslandi og ÍF. Hann vann að kynningarefni fyrir heimsleika Special Olympics á Ítalíu í mars 2025 og sá um myndöflun á leikunum ásamt Jóni Aðalsteini Bergsveinssyni en þeir skipuðu fyrsta „unified media team” Special Olympics. Eftir leikana vann hann að gerð vandaðrar heimildarmyndar um leikana sem sýnd var í Bíó Paradís 30. september. Framtak hans og framgangur í kvikmyndagerð og ljósmyndun hefur vakið mikla athygli hjá samtökum Special Olympics og saga hans er nú til umfjöllunar á miðlum SOI og SOE. Þar er sérstaklega horft til þess hvernig þátttaka í íþróttum getur haft jákvæð áhrif á
daglegt líf og opnað nýjar dyr. Hann hefur verið ljósmyndari á ráðstefnum Special Olympics, leiðtogaráðstefnu árið 2024 og íþróttagreinaráðstefnu 2025. Einnig var hann ljósmyndari á ráðstefnu ungs fólks sem haldin var í tengslum við heimsleikana í mars. Magnús Orri hefur stigið hvert skrefið á fætur öðru fram á stóra sviðið og sagt sögu sína þar sem hann segir þátttöku sína í íþróttastarfi og tækifæri gegnum þann farveg hafa opnað leið út úr þunglyndi, kvíða og félagslegri einangrun. Hann er ávallt tilbúinn í hvert verkefni og til að takast á við nýjar áskoranir. Hann vill vera öðrum fyrirmynd og tekur hlutverk sitt mjög alvarlega. Magnús Orri er sönn fyrirmynd og hefur sýnt að með þrautseigju, þolinmæði og jákvæðni að leiðarljósi, eru allar leiðir færar.
Íþróttasamband fatlaðra þakkar Magnúsi Orra kærlega fyrir sitt mikilvæga framlag og er hann svo sannarlega vel að þessari útnefningu kominn.

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Íþróttafólk ÍF 2025 kynnt í dag

Í dag, miðvikudaginn 3. desember sem er alþjóðadagur fatlaðs fólks, mun ÍF tilkynna íþrótt…