Heim 2. TBL. 2025 Ráðherrar styðja Allir með verkefnið

Ráðherrar styðja Allir með verkefnið

8 min read
Slökkt á athugasemdum við Ráðherrar styðja Allir með verkefnið
1
70
Mynd/ Magnús Orri Arnarson

Í tengslum við ALLIR MEÐ  leikana 8. nóvember 2025, undirrituðu mennta og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson, heilbrigðisráðherra Alma Möller og félags og húsnæðismálaráðherra, Inga Sæland viljayfirlýsingu um áframhaldandi stuðning við verkefnið ALLIR MEÐ. Alls mun hvert ráðuneyti leggja fram 20 milljónir eða alls 60 milljónir árin 2026 – 2028. Þessi áfangi er gríðarlega mikilvægur því þó margt hafi áunnist er ennþá langt í land.

Meginmarkmið nú er að fylgja eftir auknu samstarfi innan íþróttahreyfingarinnar, samstarfi við sveitarfélög og ríki og ná að virkja alla til sameiginlegrar ábyrgðar gagnvart þeim markhópi sem horft er til.
Áfram er horft til þess samstarfs sem sett var á fót 2023 þegar ÍF, ÍSÍ og UMFÍ mynduðu samstarfsvettvang sem bakhjarlar verkefnisins með stuðningi ÖBÍ og Þroskahjálpar sem stóðu að því að setja verkefnið á fót með ÍF.
Allir þessir aðilar munu leggjast á eitt við að styðja verkefnastjórann áfram til góðra verka. Valdimar Gunnarsson tók að sér verkefnastjórn árið 2023 en hann býr yfir miklum eldmóði og hefur náð að virkja fólk  til samstarfs um allt land. Takk allir sem hafið lagt þessu mikilvæga verkefni lið undanfarin þrjú ár.  Nú þarf að bretta upp ermar og halda áfram.

ALLIR MEÐ verkefnið, – upphaf, ferli og næstu skref

Undirbúningur hófst í Félags-og barnamálaráðuneyti árið 2021 í samstarfi við ÍF, ÖBÍ og Þroskahjálp. Í apríl 2022 fór fram ráðstefna hagsmunaaðila og í desember 2022 var undirritaður samningur til þriggja ára þar sem sömu ráðuneyti og nú hafa staðfest viljayfirlýsingu um áframhaldandi stuðning lögðu fram 20 milljónir hvert 2023 – 2025.  Verkefnastjóri var ráðinn í janúar 2023 og hófst þegar handa.
www.Allirmed.com    
Forsenda árangurs hefur verið áhersla á aukið samstarf ÍF, ÍSÍ og UMFÍ. Það hefur tryggt aukna ábyrgð almennra íþróttafélaga á landsvísu að taka á móti „öllum“ börnum. Áður var ábyrgðin nær alfarið hjá ÍF og aðildarfélögum ÍF sem mörg eru fámenn og sum þeirra bjóða aðeins upp á boccia. Verkefnið ALLIR MEÐ hefur gjörbreytt umhverfinu hvað varðar íþróttatilboð fyrir alla. Greinilega viðhorfsbreyting hefur orðið hvað varðar aukna samfélagslega ábyrgð og framlag almennra íþróttafélaga. Slíkt er að skila sér skref fyrir skref í nýjum tilboðum og tækifærum. Allt þetta hefur leitt til mikils samfélagslegs ávinnings þegar horft er til þess að virkja inngildingu í íþróttastarfi.
Tilkoma svæðisstjóra hefur haft bein áhrif á jákvæðan árangur verkefnisins ALLIR MEÐ á landsvísu. Þar er að hefjast ferli sem gríðarlega mikilvægt er að fylgja eftir. Með samstarfinu við svæðisstjóra er að skapast umhverfi þar sem flæði skapast til sífellt nýrra verkefna á landsvísu. Tækifæri skapast til að leiða saman ólíka hagsmunaaðila fá yfirsýn og hvetja til og styðja við undirbúning nýrra verkefna.

Samstarf þriggja ráðuneyta, allrar íþróttahreyfingarinnar og landssamtaka fatlaðra gerir verkefnið einstakt á heimsvísu. 

Alþjóðasamtök Special Olympics (SOI) hafa sýnt mjög mikinn  áhuga á innleiðingarferli ALLIR MEÐ en þar er nú unnið markvisst að alþjóðasamstarfi þjóða um inngildingu. ALLIR MEÐ verkefninu hefur verið lýst hjá SOI sem raungerðri mynd af þeirri hugmyndafræði sem er á teikniborðinu hjá SOI sem hefur innan sinna vébanda 174 aðildarlönd og 6 milljónir iðkenda. Frétt frá undirritun samnings var beðið í höfuðstöðvum Special Olympics og en samtökin hafa fylgst náið með innleiðingu ALLIR MEÐ  sem tengst hefur fjölmörgum verkefnum Special Olympics a Íslandi.

Hér má sjá tilvísun í frétt frá ráðuneytinu

Þann 12. nóvember var lögfesting samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en þessi frétt er sannarlega jákvæð fyrir alla sem vinna að ALLIR MEÐ verkefninu og málefnum fatlaðra almennt. Sjá meira hér

TAKK RÁÐHERRAR fyrir stuðninginn við ALLIR MEÐ verkefnið

Myndir/ Magnús Orri Arnarson og Jón Aðalsteinn Bergsveinsson

Anna Karólína Vilhjálmsdóttir skrifar

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

ÖBÍ skrifar undir samstarfssamning

Í tengslum við ALLIR MEÐ leikana 8. nóvember 2025 undirrituðu Alma Ýr Ingólfsdóttir formað…