
Dagana 21.-23. október fer fram ráðstefnan Special Olympics European Sports Conference „Between the Games“ sem er haldin á Kýpur. Ráðstefnan er haldin á vegum Special Olympics Europe Eurasia (SOEE) og eru saman komnir fulltrúar landa á því svæði til að ræða framtíð, samstarf og menntun innan hreyfingarinnar.
Ísland á tvo fulltrúa á ráðstefnunni, hann Magnús Orra Arnarson sem var fenginn af SOEE til að setja saman myndbönd frá ráðstefnunni. Með honum er Thelma Dögg Grétarsdóttir, starfsmaður ÍF, en hún fór bæði út sem aðstoðarmaður Magnúsar og sem fulltrúi Special Olympics Iceland. Erindi ráðstefnunnar eru fjölbreytt og helst tengd íþróttaþróun, menntun þjálfara og framtíðarverkefnum Special Olympics á heimsvísu.
Hægt er að fylgjast með ferðalagi þeirra á instagram Special Olympics Iceland

Mynd/Thelma Magnús að taka upp viðtal við David Evangelista sem nýverið tók við sem framkvæmdastjóri Special Olympics International
Heiti samtakanna „Special Olympics“ er alþjóðlegt og aldrei má þýða þetta heiti.