
Þór Þórhallsson skotíþróttamaður er lagður af stað til Króatíu þar sem Evrópumeistaramótið í skotfimi fer fram dagana 3. til 7. október í Osijek.
Þór tekur þátt í tveimur greinum, R4 og R5 og er þetta gott tækifæri fyrir hann til að keppa meðal fremstu skytta í Evrópu. Þór mun keppa 3. október í R4, undanúrslit eru kl. 11:45, úrslit fara fram seinna um daginn kl. 15:15. Tveimur dögumn seinna, 5. október mun hann síðan keppa í R5 og eru þar undanúrslit kl. 12:15 og 14:15, úrslit eru síðan sama dag kl. 16:15.