
Ingeborg Eide Garðarsdóttir lauk keppni í kúluvarpi í flokki F37 á heimsmeistaramótinu í frjálsum sem fer fram í Indlandi. Ingeborg kastaði hvorki meira né minna en 10.08 metra í sínu síðasta kasti og setti þar með nýtt Íslandsmet!
Ingeborg hafnaði í 6. sæti en sigurvegarinn var Lisa Adams frá Nýja Sjálandi með 13.83 metra kasti. Köst Ingeborgar má sjá hér að neðan.
X – 8.92 – 9.35 – 9.32 – 9.66 – 10.08
Ingeborg var svo sannarlega sátt með árangurinn og sagðist hafa ætlað að koma til Indlands og njóta en markmið mótsins var að ná köstum í kringum sitt besta. Undir lokin ákvað hún að keyra hjartsláttinn aðeins upp og leggja allt í þetta, sem gekk svo sannarlega upp hjá henni.
Innilegar hamingjuóskir með árangurinn Ingeborg!