Heim 2. TBL. 2025 Íslenski hópurinn lagður af stað á HM í frjálsum í Indlandi

Íslenski hópurinn lagður af stað á HM í frjálsum í Indlandi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslenski hópurinn lagður af stað á HM í frjálsum í Indlandi
1
190

Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum fer fram í Indlandi 27. september til 5. október. Fyrri hluti íslenska hópsins hélt af stað í morgun en seinni hópurinn leggur af stað í fyrramálið.

Keppendur Íslands á mótinu eru þær Ingeborg Eide Garðarsdóttir sem keppir í kúluvarpi og Stefanía Daney Guðmundsdóttir í langstökki. Með þeim fara þjálfararnir Kári Jónsson og Egill Þór Valgeirsson, Kristjana Kjartansdóttir nuddari og Thelma Dögg Grétarsdóttir fararstjóri.

Ingeborg mun keppa 28. september kl. 18:26 í kúluvarpi í flokki F37.
Stefanía tekur þátt í forkeppni í langstökki í flokki T20 þann 4. október kl. 10:50 vegna fjölda keppenda og eru úrslit svo á dagskrá 5. október kl. 09:32.

Það er því spennandi verkefni framundan hjá íslenska hópnum. Við munum fylgjast með gengi þeirra og miðla fréttum, myndum og streymi á meðan mótinu stendur.

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Þór búinn með fyrstu greinina á EM í Króatíu

Þór Þórhallsson hefur lokið keppni í sinni fyrstu grein á Evrópumeistaramótinu í skotfimi …