
Stjörnuleikarnir er skemmtilegur fjölskylduviðburður á vegum Allir með. Leikarnir fóru fram í fyrsta skipti í Kórnum í Kópavogi síðasta sunnudag og heppnaðist dagurinn afar vel. Sóli, nýja lukkudýr Allir með var kynntur til sögunnar í Kópavogi og fékk hann góðar móttökur.

Á Stjörnuleikunum fá börn með sérþarfir og fjölskyldur þeirra tækifæri til að njóta sín í leik og prófa nýjar íþróttir. Íþróttafélög svæðisins kynna hvað þau hafa upp á að bjóða og er þetta dagur þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi með gleði, leik og hreyfingu í forgrunni.

Næstu Stjörnuleikar verða haldnir laugardaginn 13. september í Stapaskóla í Reykjanesbæ. Hægt er að lesa meira um viðburðinn hér

Allir með Íþróttahátíð í Skagafirði verður einnig haldin næstkomandi fimmtudag, 11. september milli kl.17:00-18:30. Verður þar kynning á íþróttastarfi fyrir börn og ungmenni með fatlanir og þau börn sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi.
Myndir/ Magnús Orri Arnarson