
Skotíþróttamaðurinn Þór Þórhallsson keppti á WSPS Grand Prix í Novi Sad, Serbíu í lok ágúst. Þór tók þar þátt í tveimur greinum R4 – 10 metra og R5 – 10 metra í flokki SH2, þar sem hann mætti sterkum keppendum víðsvegar frá.
Í R4 fékk Þór 619,9 stig og endaði í 10. sæti. Þrátt fyrir góða frammistöðu dugði það ekki til að komast í úrslit, þar sem aðeins efstu átta komust áfram. Í R5 skilaði hann svo 629,0 stigum og hafnaði í 19 sæti af 41 keppanda. Þór komst ekki í úrslit en með þessum árangri náði Þór í fyrsta sinn lágmarksskori (MQS) og er það mikilvægt skref fyrir Þór á alþjóðavettvangi.
Í lok september heldur Þór til Króatíu þar sem hann mun taka þátt í Evrópukeppni WSPS og verður gaman að fylgjast með gengi hans þar.
