Heim 2. TBL. 2025 Snævar Örn með þriðja silfrið og nýtt Íslandsmet

Snævar Örn með þriðja silfrið og nýtt Íslandsmet

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Snævar Örn með þriðja silfrið og nýtt Íslandsmet
0
337
Mynd/ Bergrún: Snævar í verðlaunaafhendingu í 100m flugsundi fyrir flokk 3.

Sundmaðurinn Snævar Örn Kristmannsson heldur áfram að skrifa íslenska sundsögu á heimsmeistaramóti VIRTUS í Tælandi. Í dag synti Snævar 100m flugsund, lenti hann í öðru sæti og setti einnig nýtt Íslandsmet.

Snævar synti örugglega inn í úrslit og varð fyrstur í sínum riðli. Í úrslitum synti hann á 1:00,69 sekúndum og bætti þar með eigið Íslandsmet og tryggði sér silfur. Alexander Hejajj sigraði en hann setti einnig nýtt heimsmet.

Þetta var þriðja flugsundið hjá Snævari á mótinu og í öllum þremur hefur hann unnið til silfurverðlauna, Snævar er því orðinn annar besti flugsundsmaður heims í sínum flokki!

Á morgun tekur hann þátt í sinni síðustu grein á mótinu en það er 50m skriðsund.

Mynd/ Bergrún: Snævar í verðlaunaafhendingu í 100m flugsundi fyrir flokk 3.

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ný stjórn IPC kjörin

Aukaaðalfundur Alþjóðlegu Paralympic-nefndarinnar var haldinn rafrænt fimmtudaginn 20. nóv…