
Íslandsmót fatlaðra í frjálsum utanhúss fór fram helgina 23-24 ágúst á Selfossi. Þrátt fyrir rigningu alla helgina sýndu keppendur góðan árangur, alls voru 20 persónuleg met bætt.
Fjörður varð Íslandsmeistari félaga eftir sterka frammistöðu sinna keppenda. Margir áttu eftirminnilegt mót þar á meðal hann Daníel Smári Hafþórsson sem sigraði í öllum fjórum hlaupum sínum auk þess að bæta sig í langstökki með 5,00 metra stökk. Emil stóð einnig uppi sem sigurvegari í öllum þremur kastgreinum sínum ásamt því að bæta sitt persónulega met í sleggjukasti með kast upp á 20,23 metra.
Guðrún Hulda tryggði sér þrefaldan Íslandsmeistaratitil í kúluvarpi, kringlukasti og sleggjukasti í flokki kvenna F20 og Stefanía Daney sigraði einnig í 100 og 200 metra hlaupi sem og langstökki í T20 flokki.

Úrslit mótsins má finna hér
Persónulegar bætingar á mótinu má finna hér
ÍF óskar keppendum og Firði til hamingju með árangurinn