Heim 2. tbl. 2024 Paralympics árið að líða undir lok

Paralympics árið að líða undir lok

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Paralympics árið að líða undir lok
0
277

Nú er Paralympics ár að líða undir lok og á nýju ári hefst næsti fjöggurra ára hringur sem endar með Paralympics í LA árið 2028. Í ár voru 5 keppendur sem komust inn á leikana og kepptu fyrir Íslands hönd, það voru þau Róbert Ísak Jónsson, Már Gunnarsson, Sonja Sigurðardóttir, Thelma Björg Björnsdóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir. Við höfum valið okkar uppáhalds myndir frá leikunum í sumar, valið var ekki auðvelt þar sem mikið af frábærum augnablikum áttu sér stað. Hver er þín uppáhalds mynd?

Már Gunnarsson og Ingeborg Eide Garðarsdóttir voru fánaberar fyrir Íslands hönd við innöngu á opnunarhátíð Paralympics í París.
Róbert Ísak Jónsson nokkrum augnablikum áður en hann stakk sér til sunds og setti Íslandsmet í 100m flugsundi.
Sonja Sigurðardóttir augnabliki áður en hún fór af stað í 50m baksundi.
Ingeborg Eide Garðarsdóttir einbeitt fyrir kastið sitt í kúluvarpi.
Róbert Ísak Jónsson þegar hann kom í mark á nýju Íslandsmeti í 100m flugsundi.
Már Gunnarsson að stinga sér til sunds.
Thelma Björg Björnsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir beint eftir keppni.
Sonja Sigurðardóttir í 100m baksundi.
Ingeborg Eide Garðarsdóttir að láta kúluna fljúga.
Már Gunnarsson á leið í úrslitasundið í 100m baksundi.
Keppendur okkar ásamt forsetahjónum í þorpinu á Paralympics í París.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Victoría Ósk verður fulltrúi Íslands á skíðum á Heimsleikum Special Olympics á Ítalíu

Nú er einungis mánuður til stefnu þangað til Íslenski hópurinn heldur til Ítalíu á Heimsle…