Heim 1. tbl. 2024 Keppni lokið á NM í Frjálsum

Keppni lokið á NM í Frjálsum

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Keppni lokið á NM í Frjálsum
0
352

Norðurlandameistaramót í frjálsum íþróttum fatlaðra fór fram dagana 10. – 11. ágúst í Bollnäs Svíþjóð. Tólf keppendur frá Íslandi héldu til Svíþjóðar til að taka þátt á mótinu ásamt þremur þjálfurum. Keppendur voru:

  • Aníta Ósk Hrafnsdóttir – 1500m, 5000m, Kúluvarp, Kringlukast.
  • Anna Karen Jafetsdóttir – 100m, 200m, 400m, Kúluvarp.
  • Alexander Már Bjarnsþórsson – 100m, 200m, Langstökk, Boðhlaup.
  • Daniel Smári Hafþórsson – 100m, 200m, 400m, Langstökk, Boðhlaup.
  • Emil Steinar Björnsson – Kúluvarp, Spjótkast, Kringlukast.
  • Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir – Kúluvarp, Kringlukast.
  • Hjálmar Þórhallsson – 100m, 200m, 400m.
  • Ingeborg Eide Garðarsdóttir – Kúluvarp.
  • Katrín Lilja Júlíusdóttir – Kúluvarp, Spjótkast, Kringlukast.
  • Karen Guðmundsdóttir – 100m, 200m, Langstökk, Spjótkast, Boðhlaup.
  • Michel Thor Masselter – 400m, 1500m, 5000m.
  • Stefanía Daney Guðmundsdóttir – 100m, 200m, Langstökk, Boðhlaup.

Allir stóðu sig vel og mörg persónuleg met féllu. 3 íslandsmet voru slegin yfir helgina en þau vour: Aníta Ósk Hrafnsdóttir þegar hún kom í mark í 5000m hlaupi á tímanum 27:20,15 í 5000m, Alexander Már Bjarnþórsson þegar hann kom í mark í 100m hlaupi á tímanum 12,23 sek og boðhlaupssveit Íslands í 4x100m hlaupi þegar þau komu í mark á tímanum 55,19 sek. Í boðhlaupssveitinni voru þau Alexander Már Bjarnþórsson, Karen Guðmundsdóttir, Daniel Smári Hafþórsson og Stefanía Daney Guðmundssdóttir.

Að móti loknu fékk Stefanía Daney Guðmundsdóttir verðlaun fyrir flest gullverðlaun kvenna á mótinu. Hópurinn vann samtals 9 gull, 6 silfur og 5 brons.

  • Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Gullverðlaun í 100m, 200m, Langstökki og spjótkasti og silfurverðlaun í boðhlaupi.
  • Emil Steinar Björnsson, Gullverðlaun í Kúluvarpi og kringlukasti og Silfurverðlaun í Spjótkasti.
  • Michel thor Masseltar, Gullverðlaun í 1500m og Bronsverðlaun í 800m.
  • Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir, Gullverðlaun í Kúluvarpi og Silfurverðalun í Kringlukasti.
  • Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Gullverðlaun í Kúluvarpi.
  • Karen Guðmundsdóttir, Silfurverðlaun í spjótkasti og Bronsverðlaun í langstökki og Boðhlaupi.
  • Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Silfurverðlaun í 1500m og 5000m og Bronsverðlaun í kringlukasti.
  • Anna Karen Jafetsdóttir, Silfurverðlaun í 400m.
  • Alexander Már Bjarnþórsson, Bronsverðlaun í 100m og boðhlaupi.
  • Daniel Smári Hafþórsson, bronsverðlaun í boðhlaupi.
Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Átta Íslandsmet féllu á RIG um helgina

Sundhluti Reykjavík International Games (RIG) fór fram helgina 24.-26. janúar. Margt af ok…