Heim 1. tbl. 2024 Þorsteinn Halldórsson tvöfaldur Íslandsmeistari

Þorsteinn Halldórsson tvöfaldur Íslandsmeistari

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Þorsteinn Halldórsson tvöfaldur Íslandsmeistari
0
116

Íslandsmeistaramótið í Bogfimi utandyra var haldið á Hamranesvelli í Hafnarfirði dagana 20-21. júlí í frábæru veðri. 

Þorsteinn Halldórsson úr Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði (BFHH) vann Íslandsmeistaratitilinn í trissuboga. Þorsteinn ásasmt liðsfélögum sínum í Hróa Hetti tóku einnig Íslandsmeistaratitilinn í félagsliðakeppni trissuboga sem settu einnig Íslandsmetið í félagsliðakeppni í undankeppni mótsins. 

Í gull úrslitaleiknum í trissuboga (óháð kyni) keppti Þorsteinn á móti Ragnari Smára Jónassyni úr Bogfimifélaginu Boganum í kópavogi (BF). Þorsteinn var undir allan leikinn þar til kom að síðustu umferð leiksins, þá á lifnaði Þorsteinn við og náði að snúa við forskoti Ragnars. Leikurinn endaði 133-123 og sigraði Þorsteini því með einu stigi og tók Íslandsmeistaratitilinn. 

Þorsteinn komst einnig í gull úrslitaleik trissuboga karla þar sem hann mætti Alfreði Birgissyni úr ÍFA. Þorsteinn byrjaði yfir í fyrstu umferðum leiksins en síðan snéri Alfreð leiknum við og náði sigri með niðurstöðunum 138-134 og Þorsteinn tók því Silfrið. 

í gull úrslitum félagsliða trissuboga mætti Þorsteinn ásamt liðsfélögum sínum í BFHH Erlu Marý Sigurpálsdóttir og Kaewmungkorn Yuangthong liði Bogans úr Kópavogi BFB. Lið Bogans voru í forystu í þriðju umferð leiksins en í síðustu umferðinni náðu Þorsteinn og liðsfélagar að snúa leiknum við og endaði leikurinn 199-190 þar sem þau tóku Íslandsmeistaratitilinn í félagsliðakeppni.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Allir með Leikarnir

Laugardaginn 9. nóvember fara fram Allir með leikarnir sem verður sannkölluð íþróttaveisla…