Heim 1. tbl. 2024 Dýrmæt vinátta skapast gegnum körfuboltann

Dýrmæt vinátta skapast gegnum körfuboltann

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Dýrmæt vinátta skapast gegnum körfuboltann
0
781

Bára Fanney Hálfdánardóttir, þjálfari Special Olympics hópsins hjá Haukum hefur lagt mikla áherslu á félagslega þáttinn og staðið fyrir margskonar hópeflisverkefnum fyrir iðkendur. Bára segir að mikil vinátta hafi myndast milli leikmanna í Special Olympics hópi Hauka og annarra iðkenda hjá Haukum en einnig hefur sérstök vinátta myndast við iðkendur í liðum frá Álftanesi. Á fyrsta móti Special Olympics hópsins fylgdu iðkendur frá Álftanesi liðinu eftir og hvöttu áfram af miklum krafti.

Sunnudaginn 2. júní 2024 var  Hauka Special Olympics körfuboltamótið haldið í annað skiptið. Á þessu móti spila fatlaðir og ófatlaðir saman en þátttakendur á mótinu voru leikmenn Hauka Special Olympics og leikmenn frá Haukum og Álftanesi.   Spilað var á fjórum völlum og skipt var í lið eftir aldri. Á velli 1voru  iðkendur í yngri hóp SO að keppa á móti 7 ára drengjum frá Haukum, á velli 2 voru iðkendur-SO á aldrinum 10-13 ára að keppa á móti krökkum frá Álftanesi.á velli 3 kepptu SO-stelpurnar bæði á móti stelpum frá Haukum og Álftanesi og á velli 4 spiluðu elstu iðkendur-SO á móti iðkendum frá Álftanesi.

Fyrst voru teknir nokkrir leikir á móti hvor öðrum, Special Olympics liðin á móti gestum en síðan voru liðin blönduð og búin til „unified“ lið á hverjum velli. „Unified“ er keppnisform innan Special Olympics samtakana þar sem fatlaðir og ófatlaðir keppa saman í liði og keppt er m.a. í „unified“ körfubolta á heimsleikum Special Olympics.

Á mótinu voru  um 50 börn og ungmenni á aldrinum 6 til 16 ára. Það var mikil stemning í húsinu sem einkenndist af keppniskapi, leikgleði, virðingu og skilningi inni á vellinum. 

Í lok mótsins komu keppendur saman, spjölluðu og höfðu gaman og endað var á glæsilegri pizzuveislu.  

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Magnús Orri í stóru  hlutverki á leiðtogaráðstefnu Special Olympics

Magnús Orri Arnarsson var aðalljósmyndari á leiðtogaráðstefnu Special Olympics í Evrópu se…